Stúlkur, piltar - gagnkynhneigð, samkynhneigð

Hún var ótrúlega klaufaleg yfirlýsingin frá forstöðumanni barnaverndarstofu, ég held að hann skuldi okkur samkynhneigðum afsökunarbeðni.

„Þarna eru líklegast að mælast tilfelli frekar en að verið sé að stunda vændi,“ sagði Bragi. „Þarna er t.d. um að ræða samkynhneigða menn sem gefa drengjum eitthvað fyrir kynferðislegar athafnir og eins að einhverjir láta eitthvað kynferðislegt yfir sig ganga til að fá eitthvað sem þeir girnast, hvort sem það er áfengi, fíkniefni eða peningar.“

Ef við tökum út orðin piltar og samkynhneigðir og setjum stúlkur og gagnkynhneigðir - þá held ég að allt hefði orðið vitlaust og forstöðumaður barnaverndarstofu væri í vondum málum.

Þá hefði fréttin verið svona:
„Þarna eru líklegast að mælast tilfelli frekar en að verið sé að stunda vændi,“ sagði Bragi. „Þarna er t.d. um að ræða gagnkynhneigða menn sem gefa stúlkum eitthvað fyrir kynferðislegar athafnir og eins að einhverjir láta eitthvað kynferðislegt yfir sig ganga til að fá eitthvað sem þeir girnast, hvort sem það er áfengi, fíkniefni eða peningar.“


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband